Gengið um hinar einstöku Dalmatíueyjar í Króatíu – Einstök náttúrufegurð og upplifun.
Dalmatía er þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð og blæbrigði Miðjarðarhafsins. Ógleymanleg upplifun í þessu umhverfi með gönguferðum og eyjahoppi á mismunandi eyjur á þessu svæði. Á ferð okkar upplifum við fallega náttúru, menningu og minjar, einstaka gamla bæi sem hafa staðist tímans tönn og eru lýsandi fyrir sögu staðarins. Dalmatíuströndin er ein af sannkölluðum perlum Evrópu þar sem finna má tærasta vatn Adríahafsins og er rík af menningar og sögulegum minjum sem við munum kynnast í þessarri ferð. Heimsóknir til Brač, Hvar, Korčula eyja og Pelješac-skagans áður en ferðinni lýkur í Dubrovnik. Að ferðast gangandi um þennan einstaka heimshluta er upplifun sem allir ættu að geta notið til hins ýtrasta. Þar munum við njóta hefðbundins matar beint frá býli auk þess að kynnast hefðum og sögu sem nóg er af við hvert fótmál. Þar að auki býður þessi hluti Króatíu upp á stórbrotnar víkur fyrir sundferðir og köfun og þess að njóta sjávar og stranda í öruggu umhverfi.