
Heimasíða

Bókunarsíða
Kría Sumarhús. Þrjú glæsileg sumarhús í landi Skeljabrekku, undir hinu tignarlega Brekkufjalli í Andakíl. Sumarhúsin eru staðsett við veg 50, aðeins 6 km sunnan við Borgarnes. Þetta er tilvalinn staður að dvelja á í nokkra daga, margir vinsælir ferðamannastaðir eru í stuttu akstursfæri – t.d. er góð dagsleið að aka að Deildatunguhver, Barnafossum og Húsafelli, Hvalfjörð, og Akranes eða á Snæfellsnes. Sumarhúsin eru staðsett við Andakílsá. Þar er fjölskrúðugt fuglalíf, til dæmis er þar eitt stærsta varp Brandanda (Tadorna tadorna) á Íslandi. Frá sumarhúsunum er frábært útsýni yfir Hvanneyri og nærliggjandi sveitir, til Snæfellsjökuls, Vesturfjalla og Baulu – drottningu borgfirskra fjalla. Sólsetur er þar ægifagurt og ekki síðri norðurljós að vetrarlagi.
Hús 1 er 60 m2; þar eru 2 svefnherbergi með 120 cm rúmi í hvoru herbergi, stofa með 140 cm svefnsófa, borðstofa og rúmgott eldhús með borðbúnaði og öllum áhöldum, eldavél og bakaraofni. Sturta og klósett eru í tveimur aðskildum herbergjum, sem er hentugt ef margir gestir eru í húsinu. Húsið er leigt út að lágmarki 2 nætur og leigist út með uppábúnum rúmum og handklæðum.
Hús 2 er 12 m2 og þar er svefnrými fyrir tvo; 120 cm svefnsófi og efri koja. Þar er einnig salerni og handlaug. Athugið að engin sturta er í húsinu. Húsið má leigja eitt og sér, eða með húsi 1. Húsið leigist út með uppábúnum rúmum og handklæðum.
Hús 3 er 40 m2; þar eru 1 svefnherbergi með 140 cm rúmi, stofa með 140 cm svefnsófa, borðstofa og rúmgott eldhús með borðbúnaði og öllum áhöldum, helluborði og örbygjuofni. Baðherbergi er rúmgott og gott hjólastólaaðgengi er í húsinu. Húsið er leigt út að lágmarki 2 nætur og leigist út með uppábúnum rúmum og handklæðum.