Home page Vefsíða Áfram Flakk     Booking Bókunarsíða



Áfram Flakk býður ferðaþyrstum upp á einstaka upplifun þar sem öll skilningarvit fá að njóta alls þess besta sem áfangastaðurinn hefur upp á að bjóða.

Áfram Flakk er lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið viðloðandi ferðaþjónustu til margra ára og býður nú upp á göngu- og upplifunarferðir erlendis. Fyrirtækið reka þær mæðgurnar Sigurbjörg Magnúsdóttir og Guðný Sigurðardóttir en þær hafa báðar mikla reynslu af útivist og gönguferðum innan- sem og utanlands. Báðar ólust þær upp á Suðurlandinu á sveitabæ í Mýrdal og vita fátt betra en að gleyma sér úti í náttúrunni, upp á fjallstindi eða einhverstaðar á hestbaki í óbyggðum. Útivist og göngur eru meðal þeirra áhugamála sem báðar brenna fyrir og ákváðu þær að gera áhugamál að atvinnu og bjóða áhugasömum ferðalöngum að blanda saman hreyfingu, og náttúrufegurð ásamt menningu á þeim stöðum sem farið er til hverju sinni.


 
Ischia
Gönguferðir - Menningarferðir - Siglingar

Ævintýraeyjan Ischia, stærsta eyja Napólíflóa en líklega sú lítt þekktasta. Þessi draumaeyja býður upp á margskonar upplifun sem við hjá Áfram Flakk ætlum að færa ykkur í formi hreyfingar, matar- og vínsmökkunar, slökunar og alls þess besta sem þessi græna eyja hefur upp á að bjóða.

Á ferð okkar um Ischia munum við upplifa helstu gimsteina eyjunnar ásamt að njóta alls hins besta í mat og drykk. Þessi ferð er því sannarlega stórkostleg upplifun fyrir sál og líkama.

Nánar um þína ferð, smellið hér!

Verð fyrir tvíbýli (verð á mann)

  • Greiðsla fer fram um örugga greiðslugátt hjá Teya, kerfin eru samtengd og eru greiðslur skráðar sjálfkrafa inn á þína bókun.
  • Staðfestingargjald á ferð eru 35.000 ISK per mann sem greiðist við bókun og er óafturkræft.
  • Fullgreiða þarf ferð 85 dögum fyrir brottför, við sendum greiðslulink með vefpóst 85 dögum fyrir brottför.

Verð fyrir einbýli, einn fullorðinn í herbergi

  • Greiðsla fer fram um örugga greiðslugátt hjá Teya, kerfin eru samtengd og eru greiðslur skráðar sjálfkrafa inn á þína bókun.
  • Staðfestingargjald á ferð eru 35.000 ISK per mann sem greiðist við bókun og er óafturkræft.
  • Fullgreiða þarf ferð 85 dögum fyrir brottför, við sendum greiðslulink með vefpóst 85 dögum fyrir brottför.

Greiðslu upplýsingar:

Greiðsla fer fram um örugga greiðslugátt hjá Saltpay, kerfin eru samtengd og eru greiðslur skráðar sjálfkrafa inn á þína bókun.
Staðfestingargjald á ferð eru 35.000 ISK per mann sem greiðist við bókun og er óafturkræft.
Fullgreiða þarf ferð 85 dögum fyrir brottför, við sendum greiðslulink með vefpóst 85 dögum fyrir brottför.

Afbókanir:

Ef afbókað er 6 vikum fyrir brottför, er pöntun felld niður. Ef afbókað er seinna eða ef ekki er mætt er engin endurgreiðsla.

Áfram Flakk áskilur sér rétt til að fella niður ferðir eða sameina ferðir ef lágmarksþátttaka næst ekki.