Home page Vefsíða Áfram Flakk     Booking BókunarsíðaÁfram Flakk býður ferðaþyrstum upp á einstaka upplifun þar sem öll skilningarvit fá að njóta alls þess besta sem áfangastaðurinn hefur upp á að bjóða.

Áfram Flakk er lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið viðloðandi ferðaþjónustu til margra ára og býður nú upp á göngu- og upplifunarferðir erlendis. Fyrirtækið reka þær mæðgurnar Sigurbjörg Magnúsdóttir og Guðný Sigurðardóttir en þær hafa báðar mikla reynslu af útivist og gönguferðum innan- sem og utanlands. Báðar ólust þær upp á Suðurlandinu á sveitabæ í Mýrdal og vita fátt betra en að gleyma sér úti í náttúrunni, upp á fjallstindi eða einhverstaðar á hestbaki í óbyggðum. Útivist og göngur eru meðal þeirra áhugamála sem báðar brenna fyrir og ákváðu þær að gera áhugamál að atvinnu og bjóða áhugasömum ferðalöngum að blanda saman hreyfingu, og náttúrufegurð ásamt menningu á þeim stöðum sem farið er til hverju sinni.


 
Fjöll og strendur á Amalfi
Fjöll og strendur á Amalfi

Amalfiströndin er ein af þekktari svæðum Ítalíu og ekki síst fyrir einstaka náttúrufegurð sem einkennist af stórkostlegum klettum, kristaltærum sjó, gróskumikilli náttúru og heillandi strandbæjum. Að ganga um perlur Amalfi lætur engan ósnortinn og þessa ferð ættu náttúruunnendur ekki að láta fram hjá sér fara. 

Nánar um ferð, smellið hér!

Verð fyrir tvíbýli (verð á mann)

  • Greiðsla fer fram um örugga greiðslugátt hjá Teya, kerfin eru samtengd og eru greiðslur skráðar sjálfkrafa inn á þína bókun.
  • Staðfestingargjald á ferð eru 35.000 ISK per mann sem greiðist við bókun og er óafturkræft.
  • Fullgreiða þarf ferð 85 dögum fyrir brottför, við sendum greiðslulink með vefpóst 85 dögum fyrir brottför.

Verð fyrir einbýli, einn fullorðinn í herbergi

  • Greiðsla fer fram um örugga greiðslugátt hjá Teya, kerfin eru samtengd og eru greiðslur skráðar sjálfkrafa inn á þína bókun.
  • Staðfestingargjald á ferð eru 35.000 ISK per mann sem greiðist við bókun og er óafturkræft.
  • Fullgreiða þarf ferð 85 dögum fyrir brottför, við sendum greiðslulink með vefpóst 85 dögum fyrir brottför.

Greiðslu upplýsingar:

Greiðsla fer fram um örugga greiðslugátt hjá Saltpay, kerfin eru samtengd og eru greiðslur skráðar sjálfkrafa inn á þína bókun.
Staðfestingargjald á ferð eru 35.000 ISK per mann sem greiðist við bókun og er óafturkræft.
Fullgreiða þarf ferð 85 dögum fyrir brottför, við sendum greiðslulink með vefpóst 85 dögum fyrir brottför.

Afbókanir:

Ef afbókað er 6 vikum fyrir brottför, er pöntun felld niður. Ef afbókað er seinna eða ef ekki er mætt er engin endurgreiðsla.

Áfram Flakk áskilur sér rétt til að fella niður ferðir eða sameina ferðir ef lágmarksþátttaka næst ekki.